Svört nótt. Næðir kalt um hljóðan reit. Áfram, Enginn rétta stefnu veit. Kalt blæs, Blóðið storknar, máttur dvín. Snjórinn, Breiðir út sitt brúðarlín. Dögun. Allt er horfið, engin slóð. Auðnin. Þylur eyrum þagnarljóð. Felur. För hins horfna fönnin gljúp. Gægist. Sólin skær úr skýjahjúp.